skip to Main Content

Grunngildi Vitundar

Vitund er sameiningartákn fyrir þá lífsheimspeki sem liggur til grundvallar mannréttindum og byggir á grunngildum mannlegrar reisnar, jafnrétti, samstöðu og virðingu fyrir fjölbreytileika mannlífsins.

Þrátt fyrir að við séum ólíkir einstaklingar erum við einnig tengd umhverfi okkar og öðru fólki órjúfanlegum böndum og berum ábyrgð gagnvart hvert öðru, lífríkinu og jörðinni. 

Við búum öll yfir jákvæðum og neikvæðum tilhneigingum en það er undir okkur sjálfum komið hvaða hliðar af okkur við ræktum og sýnum öðrum. Í þessu felst gríðarleg ábyrgð, bæði hvers og eins okkar en ekki síður sameiginlega ábyrgð okkar sem samfélags.

Vitund vill stuðla að samfélagi venjulegra borgara sem eru meðvitaðir um umhverfisvernd og mannréttindi og líta á sig sem verndara mannréttinda og umhverfisins. Til þess þarf hver og ein manneskja að finna innra með sér kærleikann, kraftinn og hugrekkið til að taka ábyrgð á sjálfri sér, standa með sér, vera heiðarleg gagnvart sjálfri sér og öðrum og standa upp gegn ofbeldi og óréttlæti. 

Við höfnum öllum trúar-, lífheimspeki- eða stjórnmálaskoðunum sem vega á einn eða annan hátt að mannréttindum. Við tökum skýra afstöðu gegn ofbeldi í öllum sínum birtingarmyndum og fordæmum allt andlegt, líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi. 

Vitund er vettvangur fólks sem vill horfast í augu við og berjast gegn ofbeldi, einelti, trúarofbeldi, samviskubitsstjórnun, niðurlægingar, hatursorðræðu, hundsun, hlusta ekki á, brandara sem meiða fólk af ólíkum valdaminni hópum samfélagsins, fordóma,  gagnrýnislausa notkun staðalmynda og ofbeldi í þögn annarra.

Við tökum ábyrgð á að viðurkenna hvernig menning og valdakerfi samfélagsins mismuna einstaklingum ogá þeim forsendum að sumir séu álitnir minna virði aðrir á grundvelli uppruna síns, stöðu eða annarra eiginleika.

Við hvetjum því meðlimi til að kynna sér þá fordóma og staðlmyndir sem að flokka fólk sem betra eða verra en aðrir og taka upplýsta afstöðu gegn slíkri flokkun. 

Leggjum áherslu á að hlusta og skilja hvaðan fólk er að koma og finna það sem sameinar okkur frekar en sundrar og styðjum meðlimi til að rísa upp gegn óréttlæti og að fylgja eigin sannfæringu. Við fordæmum gjörðir ekki manneskjur. Við forðumst stimpla eins og“glæpamenn” “ofbeldismenn” því skrímslavæðing í umræðunni um ofbeldi heldur bæði þeim sem beita ofbeldi og þeim sem verða fyrir ofbeldi í heljargreipum. Því fyrr sem við getum farið að tala um gjörðir fólks án þess að gera lítið úr persónu manneskjunnar þeim mun fyrr getum við stuðlað að samfélagi þar sem fólk er hvatt til að líta í eigin barm og axla ábyrgð á því ef það fer út fyrir ramman eða fer yfir mörk annarar manneskju. 

Við trúum á takmarkalausa hæfileika fólks til að gera betur, vaxa og verða betri útgáfur af sjálfu sér. 

Við viljum vekja fólk til vitundar um valdakerfi og hvernig rótgrónar hugmyndir og staðalmyndir skaða okkur öll með sérstakri áherslu á upplifun ólíkra jaðarsettra hópa og sérkenni þeirra.

Við viljum vekja fólk til vitundar um ábyrgð sína á að skoða forréttindi sín og valdastöðu og hjálpa því að átta sig á hvar það þarf að setja sjálfu sér mörk í samskiptum við aðra, sérstaklega í tengslum við valdaminni hópa samfélagsins.

Við viljum vekja fólk til vitundar um ábyrgð sína á að hlusta á reynsluólíkra jaðarsettra hópa samfélagsins um upplifun sína af mismunun, misrétti og fordómum svo við getum öll lagt okkar á vogarskálarnar til að uppræta slíka meðferð.

Við trúum því að það sé til eitthvað sem er stærra en við mannfólkið sem er engu að síður óaðgreinanlegt frá okkur sjálfum og okkar eigin vitund. Við eftirlátum hverjum og einum að skilgreina fyrir sig hvað þeir kjósa að kalla þann lífskraft. Sumir tala um að hlusta á hjartað eða samviskuna, aðrir biðja til guðs eða kyrja til að nálgast búddaeðli sitt. Hvað sem þúkallar þennan kraft og hvernig sem þú nálgast hann, með bænum, kyrjun, hugleiðslu, söng, líkamsrækt, í tengsl við náttúruna eða á annan hátt, þá er hann til og hvert og eitt okkar ber ábyrgð á nálgast hann og virkja í eigin lífi. 

Við erum sammála þeim grunni sem öll trúarbrögð byggja á sem boða kærleika, samhyggð og einingu. Hins vegar trúum við því að hvert eitt og einasta okkar búi yfir sinni skynsemi og hyggjuviti sem ekki eigi að þurfa setja til hliðar til að aðhyllast trúarkenningar. 

Hvort sem þú trúir á náttúruna, guð eða vísindin þá sjáum við að hugsanir okkar, orð og gjörðir hafa áhrif á allt umhverfi okkar. Skammtafræðin segir okkur: “When you change the way you look at things, the things you look at change”. Hvort sem þú aðhyllist vísindi, lífsheimspeki eða trú þá byggir okkar lífsheimspeki á að þú búir yfir gríðarlegum krafti til breytinga sem þú berð sjálf(ur) ábyrgð á að rækta.

Það sem heimurinn þarfnast núna er frelsisbarátta fyrir sálina, sem frelsar mannkynið undan þeirri kúgun sem fylgir því að trúa á reiðan, ofbeldisfullan og refsiglaðan guð/guði.

Ekkert af þeim stóru kerfum sem við höfum búið til á þessari plánetu er að virka sem skyldi, ekki fyrirkomulag umverfisverndar, menntakerfið, velferðarkefið eða uppbygging trúarstofnana. Ekkert þeirra skilar okkur því sem við segjumst vilja. Reyndar er þetta verra en það. Þau eru að skila okkur einhverju sem við segjumst ekki vilja.

Og þetta gildir ekki einungis á heimsvísu. Þetta snýr einnig að hinu persónulega sviði. Þetta snýr að mér og þér. Yfirgnæfandi meirihluti mannkyns er fastur í baráttu. Daglegri baráttu. Ekki bara við það að verða hamingjusamur, heldur baráttu við aðlifa af, komast af, að bara halda sér á floti.

Allar manneskjur eiga rétt á að lifa hamingjusömu lífi. Það er grundvallar tilgangur Vitundar að koma á einingu venjulegra borgara sem eru staðráðnir í að vernda þennan rétt og losa þannig heiminn undan óþarfa þjáningum.

25 grundvallarskilaboð til mannkyns:

 1. Við erum öll eitt. Allir hlutir eru eitt og hið sama. Það er aðeins eitt, og allir hlutir eru hluti af þessu eina sem er. (Þetta þýðir að þú ert æðri máttur.) Þú ert ekki líkami þinn, þú ert ekki hugur þinn, og þú ert ekki sálin þín. Vitundin þín samanstendur af einstakri samsetningu allra þessara þriggja þátta sem skapa heildarmyndina af þér. Þú ert einstakur hluti af því heilaga; birtingarmynd lífsins.
 2. Það er til nóg handa okkur öllum. Það þarf ekki að keppast um, hvað þá berjast um, auðlindir. Það eina sem við þurfum að gera er að deila þeim með hvert öðru.
 3. Það er ekkert sem þú þarft að gera. Það er fullt sem þig langar til að gera, en ekkert sem þú verður að gera. Lífskraftinn vantar ekkert, þarfnast einskis, krefst einskis og skipar ekki.
 4. Vitund okkar talar við alla, alltaf. Þetta er ekki spurningin um: Við hvern talar vitundin? Spurningin er: Hver er að hlusta?
 5. Þrjár helstu meginreglur lífsins: Virkni, aðlögunarhæfni og sjálfbærni.
 6. Það er ekkert sem heitir rétt og rangt, það er aðeins hvað virkar og hvað virkar ekki, miðað við hvað það er sem þú ert að reyna að ná fram.
 7. Hvert og eitt okkar ber ábyrgð á eigin lífi og lífshamingju. Við trúum því að það séu ekki áföllin sem hafi úrslitavald um hvernig lífi þú lifir heldur hvernig þú tekst á við þau. 
 8. Fólk bregst við og framkvæmir í samræmi við sína heimsmynd og sitt sjónarhorn á lífið.
 9. Við trúum hvorki á helvíti né eilífa glötun í neinni mynd. (eða karmískar refsingar)
 10. Okkar sýn á dauðann byggir á því að orka eyðist ekki, heldur breytir hún einfaldlega um form. 
 11. Það er ekkert sem heitir tími og rúm, það er aðeins hér og nú.
 12. Ást er allt sem er.
 13. Með því að nota þrjú verkfæri sköpunarinnar: Hugsanir, orð og gjörðir, skapar þú þinn eigin veruleika.
 14. Líf þitt snýst ekki um þig heldur hvernig þú hreyfir við öðrum.
 15. Tilgangur lífsins er að skapa sjálfan sig í æðstu útgáfu af því sem maður vill vera
 16. Á andartakinu sem þú lýsir einhverju yfir, munu allar andstæður þess birtast. Þetta er lögmál andstæðna sem skapar samhengi fyrir þig til að upplifa það sem þú lýstir yfir.
 17. Það er ekkert sem heitir algjör sannleikur. Allur sannleikur er huglægur. Innan þessa ramma eru fimm stig þess að segja sannleikann: Segðu þinn sannleika um sjálfan þig við sjálfan þig;  Segðu sjálfum þér þinn sannleika um aðra; Segðu öðrum þinn sannleika um sjálfan þig; Segðu sannleika þinn um aðra við aðra; Segðu þinn sannleika við alla um allt. 
 18. Hinar 10 blekkingar mannkyns eru: Að þörf sé til, að mistök séu til, að sundrung sé til, að óskilvirkni sé til, að kröfur séu til, að dómar séu til, að fordæming sé til, að skilyrði séu til, að yfirburðir séu til, að fáfræði sé til. Þessum blekkingum er ætlað að þjóna mannkyninu, en það verður að læra hvernig á aðnota þær. 
 19. Þrjú meginhugtök til að lifa heildrænu lífi eru: Heiðarleiki, Meðvitund, og ábyrgð. Ef þú lifir samkvæmt þessum fyrirmælum mun reiði þín í þinn garð hverfa. 
 20. Lífið er knúið áfram af Vera-Gera-Eiga hugmyndafræði. Flestir gera þetta afturábak og ímynda sér að fyrst verði maður “að eiga” hluti til að “gera” hlutina, og þannig nái þeir að “vera” það sem þeir vilja vera. Að snúa þessu ferli við er fljótlegasta leiðin til að ná tökum á tilverunni.
 21. Það eru þrjú stig meðvitundar: Von, trú og vitund. Andleg leikni snýst um að lifa og hrærast á þriðja stigi.
 22. Það eru fimm hugmyndir sem varða misskilning um Guð eða æðri mátt sem skapa hættuástand, ofbeldi, morð og stríð. Í fyrsta lagi sú hugmynd að æðri máttur þarfnist einhvers. Í öðru lagi, sú hugmynd að Guð geti ekki fengið það sem hann þarfnast. Í þriðja lagi, sú hugmynd að æðri máttur hafi aðskilið sig frá þér því þú hefur ekki gefið honum það sem hann þarf. Í fjórða lagi er hugmyndin að Guð þurfi eitthvað frá þér þótt þú sért aðskilin frá honum. Sú fimmta, er sú hugmynd að æðri máttur muni tortíma þér ef þú uppfyllir ekki kröfur hans. Þetta er kjarna viðhorf Vitundar til trúarkenninga. Vitund stendur því óháð og utan trúfélaga og berst gegn þessari hugmyndafræði í allri sinni birtingarmynd. Fólk getur iðkað sína trú og staðið innan Vitundar en þá er það meðvitað um að framangreindar ranghugmyndir eru dæmi um takmarkaða mennska túlkun trúarbragða á því hvernig lífið og Guð virka.
 23. Það eru einnig fimm hugmyndir um lífið sem byggja á misskilningi en skapa jafnframt hættuástand, ofbeldi, morð og stríð. Í fyrsta lagi sú hugmynd að við mannfólkið séum aðskilin hvert frá öðru. Í öðru lagi, sú hugmynd að það sé ekki nóg af því menn þurfa til að vera hamingjusamir. Í þriðja lagi, sú hugmynd að til þess að fá þetta sem ekki er nóg af verði menn að keppa við hvern annan. Í fjórða lagi er það hugmyndin um að sumir séu betri en aðrir. Fimmta, er hugmyndin um að það sé viðeigandi fyrir manneskjur að leysa alvarlegan ágreining sem sprettur af fyrri hugmyndum með því að drepa hvert annað.
 24. Hörmunar okkar eru ekki að rekja til annars fólks heldur eigin hugmynda um lífið og Guð. Það hvernig við upplifum okkur sjálf og heiminn umbreytist ef við í sameiningu tileinkum okkur þessi fimm skref í átt til friðar. Frelsumst til að viðurkenna að sumar af hugmyndum okkar um Guð og Lífið eru ekki lengur að virka.Rannsökum möguleikann á því að það sé eitthvað varðandi Lífið sem þú skilur ekki, en að sá skilningur geti breytt öllu. Iðkum það að vera opinn fyrir því að sjá Lífið í öðru ljósi, öðlast skilning sem gæti breytt lífsháttum okkar á þessari jörð. Undirbúum okkur fyrir að stækka lífsheimspekina okkar til samræmis við þennan nýjan skilning ef hann samræmist okkar sannleika og vitund. Reynum að sýna það í verki að við nýtum lífið til að skapa okkur sjálf í æðstu útgáfu af því sem við viljum vera í stað þess að hafna því. 
 25. Iðkum þetta í öllu sem við tökum okkur fyrir hendur “Við erum öll eitt. Okkar leið er ekki betri leið, hún er einungis önnur leið.”
Back To Top